Heima

GEORG HOLM, JON THOR BIRGISSON, KJARTAN SVEINSSON, ORRI PALL DYRASON

Þúsund ár í orðum
Þúsund orð sem hrista mig á hol
Ekkert þor við verðum sárir enn
Ég verð að komast út

Þúsund orð í árum
Þúsund ár sem segja allt sem er
Enginn sér á bak við orðin tóm
Býr alltaf eitthvað

Síðustu tárin að
Síðustu tárin strýk, ég burt
Síðustu ár um ævina

Síðustu árin að
Síðustu árnar enda burt
Sárin saman – já, þau gróa

Þúsund orð í tárum
Þúsund ár um mínar kinnar renna tár
Svöðusár sem við saumum aftur saman
og höldum áfram

Síðustu tárin af
Síðustu tárin strýk nú burt
Síðustu ár um ævina

Síðustu stráin dreg
Síðustu árnar renna burt
Sárin saman þau gróa

Sárin saman þau gróa
Síðustu tárin renna burt
Sárin saman – já, þau gróa
Já, þau gróa
Já, þau gróa

Nú er ég loks kominn heim

Curiosités sur la chanson Heima de Sigur Rós

Qui a composé la chanson “Heima” de Sigur Rós?
La chanson “Heima” de Sigur Rós a été composée par GEORG HOLM, JON THOR BIRGISSON, KJARTAN SVEINSSON, ORRI PALL DYRASON.

Chansons les plus populaires [artist_preposition] Sigur Rós

Autres artistes de Post-rock