Skotta

skotta niður skarð
skautar yfir barð
illit í hyggju hefur
heimafólkið sefur

daginn áður dafnaði friður
en dó svo á einni nóttu
mildur þeyrinn á midnætti
var orðinn mannskaðaveður á óttu

vorið flúði vinda að handan
og varga af öðrum heimi
draugagangur i dalverpinu
nú er dauðinn sjálfur á sveimi

nú er dauðinn sjálfur á sveimi

frost, þú mátt festa þinn
fjötur við húsvegginn
kynngi min kælir þil
kæfandi ljós og yl

skotta finnur skjól
skriður yfir hól
hallar sér í holu
herðir frost með golu

skotta húkir skammt fyrir ofan
er skundar hann niður datinn
blæs í frostið, blóðar á siðu
hann er beygður maður og kvalinn

gegnum litla glufu á veggnum
hún gægist inn úr snænum
draugur leikur við dreng og stúlku
nú er dauðinn sjálfur á bænum

nú er dauðinn sjálfur á bænum

frost, þú mátt festa þinn
fjötur við langeldinn
kynngi min kæfir glóð
krókna þá menn og fljöð

ber hann þreyttur bál i kotið
bæjargöngin gengur köld
þróttur horfinn, þrekið brotið
þetta eru málagjöld

hlýnar mér er halir falla
hatur nærir draugaþý
heyrist skottu kjaftur kalla
kveikir þú upp eld á ný?

skotta
skotta

Curiosités sur la chanson Skotta de Skálmöld

Quand la chanson “Skotta” a-t-elle été lancée par Skálmöld?
La chanson Skotta a été lancée en 2018, sur l’album “Sorgir”.

Chansons les plus populaires [artist_preposition] Skálmöld

Autres artistes de