Dalalæða
Ég arka ákveðinn í muggunni
Sem lagst hefur yfir land
Beygur í hold mitt læsist
Ég er ekki einn á ferð
Dulin vá leynist í þokunni
Sem fellir jafnt skepnur og menn
Brostin augu þeirra stara út í tómið
Þögnin er ærandi
Náttúran
Hefur þagnað
Þögn hennar
Er ærandi
Þokan læðist með fjallshrygg
Yfir mógult grasið
Daggardropar á hverju strái
Gráföl birta umleikur mig
Náttúran
Hefur þagnað
Þögn hennar
Er ærandi
Smábárur vatnins kyrrast
Brátt hverfur það í þokuna
Þokan gleypir allt
Eftir húmir gráföl birtan
Uppi á heiði
Bíður vatnið eina
Friðsælt og hreint
Ég læt mig falla og sekk
Svarta djúpið faðmar mig
Fagnar komu minni
Eftir húmir gráföl birtan
Hvar minningin enn lifir