Græðgin

Þorsteinn Einarsson, Einar Georg Einarsson

Kerling ein gömul sem kunni að spá
karlana blekkti og notaði þá
hún tjáði þeim mest sem borguðu best
og hjá sumum sá
sjúka valdaþrá
einnig fúlgur fjár
frægð sem hrein og klár glæddi gleðitár

Efnisleg gæði með tæki og tól
taka menn fram yfir stjörnur og sól
safna þeir auði en sálin er dauð
telja ennþá að
áfram reddist það
græðgin grimm og hörð
gildi hér á jörð hæfi sinni hjörð

Samt virðist einsýnt að auður og völd
uppskera kvíða í þjónustugjöld
þeim líður verst sem að mammonast mest
ann mjög sjálfum sér
siðblindingjaher
græðir fúlgur fjár
fær svo magasár, andast gugginn grár

Curiosités sur la chanson Græðgin de Hjálmar

Qui a composé la chanson “Græðgin” de Hjálmar?
La chanson “Græðgin” de Hjálmar a été composée par Þorsteinn Einarsson, Einar Georg Einarsson.

Chansons les plus populaires [artist_preposition] Hjálmar

Autres artistes de Reggae music