Tjörnin

Einar Georg Einarsson, Þorsteinn Einarsson

Fyrir löngu fannstu litla tjörn
falin var hún milli trjánna
ein í þéttum skógi undurhrein
yfir hvolfdist loftið fagurbláa

þangað komu dýr og drukku vatn
djúpur var hinn helgi friður
sá mun ekki þurfa að sakna neins
er situr þar og horfir niður

en nú finn ég ekki leiðina heim
og hef tapað öllum blómunum
ég veit ég hefði átt að hlýða þér
og heldur fylgja öllum reglunum

sá mun aldrei þurfa að sakna neins
sem sáttur er við einfaldleikan tæra
og finna afdrep fyrir blómin sín
fegurð heimsins lætur andan næra

honum verður lífsins gata greið
hann getur þroskað eigin sálartetur
öðrum djúpa gleði gefur hann
og gerir allt svo miklu betur

en nú finn ég ekki leiðina heim
og hef tapað öllum blómunum
ég veit ég hefði átt að hlýða þér
og heldur fylgja öllum reglunum

Curiosités sur la chanson Tjörnin de Hjálmar

Qui a composé la chanson “Tjörnin” de Hjálmar?
La chanson “Tjörnin” de Hjálmar a été composée par Einar Georg Einarsson, Þorsteinn Einarsson.

Chansons les plus populaires [artist_preposition] Hjálmar

Autres artistes de Reggae music