Lof
Þorsteinn Einarsson
Enginn veit hve lengi ég mun bíða hér
nóttin leggur líknarhönd á daginn brátt
minningar líða hjá í tímans djúp
skuggar og skin skiptast á í heimi
Ef ég finn þeim orðum stað
á ég eflaust til að segja það
auður stækkar engan mann
en ég vel við þennan fjársjóð kann
Eflaust er auðveldast að hypja sig
en ég gefst ekki upp fyrr en þú ert hér
nei ég fer ekki neitt nema þú sért með
ég fer ekki fet nema þú sért með
Ef ég finn þeim orðum stað
á ég eflaust til að segja það
auður stækkar engan mann
en ég vel við þennan fjársjóð kann